Er Logi föðurbetrungur?

Svei mér þá ef Logi Geirsson er ekki bara föðurbetrungur. Geir Hallsteinsson faðir Loga er einhver besti handboltamaður sem Ísland hefur átt. Ég er á þeim aldri að muna eftir galdrabrögðum Geirs á vellinum. Hann var átrúnaðargoð okkar strákanna í Firðinum á sjötta og sjöunda áratugnum. Troðningurinn í Hálogalandi. Allir sveittir af hitanum og æsingnum þegar FH og Fram áttust við. Þá komu ótrúleg skot frá Geir sem  fengu áhorfendur til að öskra svo þakið af bragganum ætlaði að rifna.

Sama var í kvöld þegar Ísland lagði Túnis 36 – 30 eftir að hafa verið undir 16 – 19 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var einsog leikurinn gegn Frökkum. Þetta lið getur lagt öll lið. Öskrin fyrir framan skjáinn voru ekki minni en í Hálogalandi forðum þegar Logi Geirs fór á kostum. En það var ekki bara hann. Allt liðið var frábært og sýndi eins og íþróttafréttamenn kalla það, ótrúlegan karakter að snúa dæminu svona algjörlega við.  

Á morgun eru það Pólverjar. Áfram Ísland.

Þá unnu Grænlendingar Ástrala 34 - 25 og fengu þar með sín fyrstu stig á HM. Til hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband