Dæmt til að misfarast

Samkvæmt fréttum hafa aldraðir og öryrkjar ákveðið að bjóða fram til Alþingis á vori komandi. Helstu talsmenn þessa framboðs eru Baldur Ágústsson fyrrum forsetaframbjóðandi, flugumferðarstjóri og forstjóri Vara og alnafni hans fyrrverandi framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, Arnþór Helgason fyrrum framkvæmdastjóri og formaður Öryrkjabandalags Íslands og Arnór Pétursson fyrrum formaður Sjálfsbjargar – landsambands fatlaðra, Guðbjörn Jónsson sjómaður og fyrrum ráðgjafi og Hannes Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki skal hér gert lítið úr þeim málstað sem þeir félagar standa fyrir. Okkar ríka samfélag þarf að gera miklu betur við þá sem eiga erfitt með að framfleyta sér. Í þeim hópi eru margir öryrkjar og aldrað fólk. En öryrkjar og einkum og sér í lagi aldraðir eru ekki einsleitur hópur. Fram hefur komið m.a. hjá einum skeleggasta talsmanni aldraðra, Ólafi Ólafssyni fyrrum landlækni, að það séu um 10% aldraðra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Sem betur fer hefur stærsti hluti aldraðra það fínt og margir þeirra mjög gott og býst ég við að þeir alnafnar sem eru talsmenn aldraðra í þessu kosningabandalagi líði engan skort.

Það þýðir þó ekki að ekki sé ástæða til að taka á málum þeirra sem sannanlega þurfa á leiðréttingu að halda. Einnig er ljóst að gera þarf stórátak í því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi málflutningi fyrir þessa hópa og væri nær að þessir aðilar styddu hana í þeirri baráttu að íslenskt samfélag ali önn fyrir sínum minnstu bræðrum og systrum. Eins máls sérframboð af þeim toga sem hér um ræðir eru dæm til að misfarast og verður því dýrmætum atkvæðum kastað á glæ ef af verður. Ég veit að þetta er gömul hræðsluklisja en það liggur einhvern veginn svo í augum úti að þetta framboð er dæmt til að mislukkast. Vinnið ykkar málstað framgang innan þeirra flokka sem þegar eru fyrir hendi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Sammála þessu enda eiga ellilífeyrisþegar fátt sameiginlegt nema aldurinn. Fjöldi þeirra er stórefnaður, margir hafa það ágætt en því miður er líka hópur sem hefur það ekki nógu gott. Samfylkingin er líklegust flokka til þess að gera eitthvað fyrir þann hóp, alveg eins og fyrir öryrkja en þeir þeirra sem þurfa að lifa á strípuðum bótunum hafa það auðvitað alls ekki nógu gott.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 25.1.2007 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband