22.1.2007 | 20:39
Dr. Jekyll and Mr. Hyde
Það var eins og allt annað lið léki gegn Frökkum í kvöld en gegn Úkraínu í gær. Þetta var eins og dr. Jekyll og mr. Hyde. Dr. Jekyll mætti Úkraínu kurteisin uppmáluð og blóðleysið algjört. Í kvöld var það hins vegar mr. Hyde sem mætti með blóðbragði í munninum og algjörlega laus við virðingu fyrir fórnarlambinu. Einbeitingin var algjör og andstæðingurinn fékk að kynnast grimmdinni sem býr innra með liðinu. Og Frakkar steinlágu þrátt fyrir að flestir spái þeim titlinum í ár.
Til hamingju með sigurinn. Við erum vanir að fara Krýsuvíkurleiðina á svona mótum. Svei mér þá ef strákarnir leika áfram svona þá held ég að enginn standist þeim snúning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.