Meirihlutinn á móti stækkun

Frétt ríkissjónvarpsins í gær um að Alcan hefði látið framkvæma skoðanakönnun um afstöðu Hafnfirðinga til stækkunar álversins, en vildi ekki upplýsa um niðurstöðuna fyrr en starfsmönnum álversins hefði verið kynnt hún, vakti verulega athygli, enda mun niðurstaðan hafa legið fyrir í viku tíma.

 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun meirihluti Hafnfirðinga hafa verið andvígur stækkuninni, þ.e.a.s. 55% á móti stækkun og 45% með. Bloggari veit hins vegar ekki hversu margir voru óákveðnir, né heldur hversu stórt úrtakið var.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrúlegt ef hafnfirðingar ætla að slátra mjólkurkúnni og ekki  leyfa henni að  fæða af sér fleiri afkvæmi, virðast hafa skammtímaminni. voru vælandi í þeim að stækka þegar atvinnuleysi var en segja núna að þeir vilji þá ekki því nóg vinna er núna, eru menn svona skyggnir að þeir sjá hvernig ástandið verði eftir 10 ár.

haukur (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 00:10

2 identicon

Kæri Haukur. Stækkun álversins hefur ekkert með atvinnuleysi eða ekki atvinnuleysi að gera.Það er engan vegin ásættanlegt að vera með mengandi risa verksmiðju inn í miðju bæjarfélagi eins og nú gæti stefnt í.Þau rök að álverið þrífist ekki nema það fái að stækka eru hlægilegt í ljósi þess að nú þegar eru á teikniborðinu 2.álver á Íslandi sem gert er ráð fyrir að verði jafnstór og það sem Alcan rekur núna í Straumsvík.Burt séð hvort að atvinnuleysi verði á Íslandi eftir 10.ár, er það alla vega víst að ef Hafnfirðingar hafna stækkun álversins, og að þróunin verður eins og sl.10.ár í umhverfismálum mun íslenska þjóðin hrósa Hafnfirðingum fyrir forsjálni kjark og þor.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband