Áfram í gapastokkinn ekkert stopp

Hver verða tök nýja álrisans Alcoa-Alcan á íslensku efnahagslífi ef af yfirtöku Alcoa verður? Þora ráðamenn að hugsa þá hugsun til enda?  Hreðjartökin á raforkumarkaðinum verða sársaukafull. Mig setur hljóðan við þessa tilhugsun. Meira að segja stóriðjusinnum hlýtur að vera brugðið nema álbjálkinn í augum þeirra blindi þeim alfarið sýn. Áfram í gapastokkinn ekkert stopp.

 

Kaupverð Alcoa er sagt vera 2100 milljarðar króna sem er tvöföld verg landframleiðsla Íslands á síðasta ári, en þá var hún 1150 milljarðar króna.

 Svo eru uppi hugmyndir um að einkavæða Landsvirkjun. Hver haldiði að bjóði best? Meira að segja framsóknargæðingarnir ættu ekki roð í samkeppninni um Landsvirkjun við nýja álskrýmslið sem reiddi fram skiptimynt fyrir allt dótið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Finn álkaldan hrollinn hríslast eftir bakinu á mér ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2007 kl. 18:41

2 identicon

Ég segi nú bara, framsóknarmenn áfram gakk úr flokknum ekkert stopp

Þórbergur Torfason (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:33

3 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Hver var að tala um að "Heimsvaldastefnan" eftir Lenín væri úrelt bók?

Pétur Tyrfingsson, 8.5.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband