Stríðsdrama í túnfæti langömmu

Langamma mín Sigríður Beinteinsdóttir var fædd á Arnarfelli í Krýsuvík. Þessi ættleggur minn kom því Krýsuvíkurleiðina í Hafnarfjörð. Hennar faðir var Beinteinn Stefánsson bóndi og smiður á Arnarfelli í Krýsuvík. Hann fluttist úr Krýsuvíkursókn með fjölskyldu sína eftir áleitni frá afturgöngu á Selatöngum. Það má því með sanni segja að móðurleggur föður míns hafi komið Krýsuvíkurleiðina í Hafnarfjörð.

Því er ég að minnast á þetta hér að í stað þess að horfa á umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra ákváðum við hjónin að horfa á Flags of our Fathers eftir Clintarann sem að hluta til var tekin á Arnarfelli þar sem forfeður mínir bjuggu. Horfði reyndar fyrst á tríóið Geir, Steingrím og Sollu og bar Solla af þeim þremur. Nöldrið í Steingrími þótt á köflum væru mælskir og fyndnir sprettir er að verða pínlegt og Geir var eins og upplestraræfing hjá framhaldsskólanema.

Mynd Clintarans um Iwo Jima og afdrif þremenninganna sem fóru í auglýsingaherferð fyrir Bandaríkjaher eftir blóðugan hildarleik í fjallshlíðum þessarar japönsku eyju var mögnuð. Var samt dálítið hugsi yfir hvað forfeður mínir á Arnarfelli hefðu hugsað um þetta stríðsdrama í túnfætinum hjá þeim. En þau voru ýmsu vön, m.a. draugadrama sem hrakti þau burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband