Álíta Framsóknarmenn kjósendur vera fífl?

joninakort1Það hvarflar stundum að mér að Framsóknarmenn álíti kjósendur fífl. Ríkisborgaramálið er dæmigert fyrir niðurlægjandi framkomu Framsóknarmanna gagnvart almenningi. Ekki fyrir það að hafa veitt stúlkunni ríkisborgararétt heldur fyrir að halda að hægt sé að ljúga því að okkur að tengsl hennar við Jónínu hafi ekki haft neitt að segja. Tengsl við Framsókn hafa allt að segja þurfirðu á fyrirgreiðslu að halda.

 

Annað dæmi og öllu alvarlegra er vinnuhópurinn sem skipaður var af Jónínu Bjartmarz um friðun Þjórsárvera. Hún passaði sig á að skipa hópinn þannig að engin hætta væri á að niðurstaðan yrði sú að stækka friðlandið í suður og koma þannig í veg fyrir áform Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón. Svo segist hún harma að ekki skuli stækkað í suður en kennir sveitarstjórnarmönnum um niðurstöðuna. Engu að síður fagnar hún tillögunum þar sem friðlandið mun stækka í aðrar áttir enda engir hagsmunir í húfi þar.

 

Bendi á frábæra grein eftir Kristínu Guðmundsdóttur Gnúpverja, Hafnfirðing, móður og opinberan starfsmann. Greinin nefnist: Ísland kallar – Um Þjórsá og Þjórsárver.

 

En áfram með Jónínu. Í kosningaþættinum um umhverfismál áðan flaggaði hún korti sem Framsóknarflokkurinn hefur útbúið um það sem hann kallar mögulega virkjanakosti, virkjanakosti sem Alþingi ákveði nýtingu eða verndun á að undangengnu mati og virkjanakosti sem ekki koma til greina. Meðal þeirra virkjanakosta sem flokkurinn gefur grænt ljós eru m.a. virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru mjög umdeildar. Meðal þess sem flokkurinn telur koma til greina að virkja samþykki Alþingi það er Norðlingaalda, Skaftárveita sem hefði í för með sér eyðileggingu á náttúruperlunni Langasjó, Jökulsár Skagafjarðar og Krýsuvík, svo einungis nokkrir staðir séu nefndir. Meðal þeirra staða sem ekki koma til greina að mati Framsóknar eru Geysir, Hveravellir, Askja, Kverkfjöll og Jökulsá á Fjöllum. Jónínu er ekki alls varnað.

 Fólk er ekki fífl. Þjóðin er skynsöm og veit að ef hún kýs Framsókn yfir sig enn einu sinni verður haldið áfram á stóriðjubrautinni og öllu til fórnað fyrir álskrýmslið Alcoa-Alcan. Gefið stóriðjuflokkunum frí á laugardag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mér finnst þetta svolítið kjánalegt, ágæti Sigurður - hvaðan kannast ég annars við þig? Er það Framsóknarflokkurinn sem veitir fólki ríkisborgararétt? Flestu má nú slá fram rétt fyrir kosningar í þeirri von að lesendur séu eins vitlausir og maður sjálfur ...

Hlynur Þór Magnússon, 8.5.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú ert sem sagt á móti því að heimamenn, sem hafa skipulagsvaldið á svæðinu, hafi nokkuð um málið að segja?

Það er vegna andstöðu heimamanna sem tillögurnar ná ekki lengra en þetta! Þetta segir þú Hafnfirðingurinn sem gortar þig af íbúalýðræði í eigin sveitarfélagi. Eru það bara Hafnfirðingar sem mega hafa áhrif á eigin mál í eigin sveitarfélagi?

Gestur Guðjónsson, 8.5.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Langar að vekja athygli á grein eftir mig um hryðjuverkaáformin í Þjórsá 

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2007 kl. 14:06

4 identicon

Mér sýnist sá eini sem kallar fólk fífl sé ÞÚ herra minn góður. Þú talar um Framsóknarmenn eins og gyðinga í þýskalandi árið 1939. Þú ættir að skammast þín !

Ólafur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 16:43

5 identicon

Er ég nú alveg bit.Það hafa komið 5.athugasemdir við þessa grein á undan mér og að mínu áliti aðeins ein þeirra með einhverju viti, sú sem er nr.4 frá Ævari Rafni.Sú fyrsta fjallar ekki einu sinni um efni greinarinnar sem verið er að gera athugasemd við.Önnur er misskilningur þ.e.a.s það kemur ekki neitt fram um það í greininni að Framsóknarflokkurinn veiti ríkisborgararétt einn og óstuddur.Ég get ekki skilið það öðruvísi en að höfundur vilji meina að Framsókn hafi beitt sér til þess að stúlkan fengi ríkisborgararétt.Þriðja athugasemdin fellur að því að höfundur sé á móti því að heimamenn hafi eitthvað um friðlandsmálið að segja.Ég fæ ekki séð að höfundur haldi því fram að hann sé á móti því.Fimmta athugsemdin er svo skrifuð af einhverjum sem skammast yfir því að höfundur bendi á óhæfuverk Framsóknarflokksins.Þeir sem ekki skrifa undir fullu nafni er að mínu áliti hugleysingjar og ættu að skammast sín fyrir að vera að drulla yfir menn og fela sig svo bakvið nafnleynd.Undanfarið er mín skoðun og þarf ekki að endurpegla skoðun annarra.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband