Uppstigning Geirjónu

Aldrei almennilega áttað mig á þessum uppstigningardegi. Í raun ætti hann að vera sá heilagasti af öllum hjá sannkristnum en hann kemst ekki í hálfkvisti við jólin, föstudaginn langa og páskadag. Upstigan til himna er þó öllu merkilegri atburður en upprisan. Hver hefur ekki risið upp frá dauðum og yfirleitt eru á því rökrænar skýringar, en að stíga upp til himins er eitthvað sem ekki gerist á hverjum degi. Minnir einna helst á Star Trek, beam me up.

Einhverntíman þegar ég var í blaðamennskunni varð mér á Freudian slip og skrifaði uppstinningardagur. Svilkona mín Hildur Finns var þá prófarkalesari á blaðinu. Hún ákvað að sleppa þessu ekki í gegn þó hana dauðlangaði til þess, en sagði við mig að þetta skýrði hversvegna börnin mín fæddust öll á sama tíma.

En burt frá því. Það var ekki uppstinning hjá Geirjónu áðan en einhvers konar uppstigning. Hún gufaði upp eða var kannski geisluð burt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband