Landsmenn farið að dæmi Hafnfirðinga næst

Ég held það hafi verið Hallgrímur Helgason sem á sínum tíma kom með þessa fleygu setningu: Aldrei kaus ég Framsókn. Engu að síður sitjum við alltaf uppi með Framsókn. Ja nema við Hafnfirðingar. Við ákváðum að sleppa því alfarið að kjósa Framsókn, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Undanfarin tvö kjörtímabil höfum verið blessunarlega lausir við Framsókn í bæjarstjórn hjá okkur.

Framsóknarflokkurinn fékk nú háðuglega útreið. Engu að síður virðist flest benda til þess að landsmenn sitji áfram uppi með Vinnumiðlunina þótt þeir hafi hafnað henni. Alveg eins og Reykvíkingar og Kópavogsbúar sitja uppi með flokkinn í meirihluta þrátt fyrir að hann sé minnsti flokkurinn þar. Reykjavíkurmódelið er í raun og veru skrumskæling. Í krafti eins manns hefur þessi flokkur í raun jafn mikil völd og Sjálfstæðisflokkurinn.

Eina leiðin til að losna við Framsókn er að fara að dæmi okkar Hafnfirðinga. Kjósið að fjórum árum liðnum eða í næstu sveitarstjórnarkosningum allt annað en Vinnumiðlunina. Hún er ekki til að skaffa landsmönnum vinnu. Hún er til þess að skaffa sér og sínum. Hjálmar er á grænni grein sem rektor skóla án þess að staðan hafi verið auglýst og einhvernveginn hvarflar það að manni að skólinn hafi verið búinn til til þess eins að skaffa honum vinnu. Hvet alla til að fylgjast vel með hvað Jónínu verður skaffað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Af hverju tala allir um Framsókn sem vinnumiðlun. Mér sýnist að lang greiðasta leiðin upp metorðastigann sé sú að vera Sjálfstæðismaður........Kv.

Baldur Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvað með ríkisstjórn með Zero Framsókn? Þetta held ég að sé hugmynd sem ekki bara VG hallast að, heldur meira og minna aðrir flokkar, líka, vona að Geir sýni þann karakter að losa sig við viðhengið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.5.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Ágætu vinir!
Ég er orðinn hálf uppgefinn á þessu öllu. Sjálfstæðisflokkurinn hugnast mér ekki. Framsókn hugnast mér ekki og Frjálslyndi flokkurinn hugnaðist mér ekki í kosningabaráttunni. Þannig að ljóst er að niðurstaða þess sem framundan er mun ekki hugnast mér. Ég verð bara að hugga mig við að krían er komin og að framundan er yndislegt sumar á Íslandi sem enginn þessara flokka gefur eyðilagt fyrir mér. Einhvernveginn náum við sambandi við þetta yndislega land sem við eigum ekki án þess að fulltrúar flokkana fái nokkru um það ráðið. Vona bara að eyðileggingin haldi ekki áfram. Verndum Þjórsárver og Þjórsá og stöndum vörð um og eflum velferðarþjónustuna þá er ég sáttur og stendur hundrað prósent á sama um hver gerir það.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 16.5.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Sæll Sigurður,

langar bara að benda þér á að pistill Hallgríms bar yfirskriftina: Alltaf kaus ég framsókn.  Einmitt skrifaður eftir síðustu sveitastjórnarkosningar til að benda á að hvort sem þú kýst framsókn eða ekki, þá virðast þeir alltaf enda í stjórn.

Elfur Logadóttir, 19.5.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband