Innflytjendur forðuðu stórslysi í efnahagsmálunum

Erlenda vinnuaflið á Íslandi hefur komið í veg fyrir stórslys í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Rannveigar Sigurðardóttur forstöðumanns greiningardeildar Seðlabankans á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í morgun. Erlenda verkafólkið hefur haldið aftur af verbólgunni og þar af leiðandi komið í veg fyrir að stýrivextir hækkuðu enn meira. Þá mun tilvist þeirra stuðla að mýkri lendingu þegar dregur úr hagsveiflunni þar sem líklegt er að atvinnuframboð minnkar munu margir halda aftur til síns heima og atvinnuleysi því ekki skapast.

 

Ragnar Árnason,forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, hélt einnig erindi á fundinum og í máli hans kom fram að það væru að ranghugmyndir að laun hafi lækkað með tilkomu útlendinga á íslenskan vinnumarkað þar sem laun verkamanna hafi hækkað um 19% frá upphafi árs 2005 til loka árs 2006. Útlendingar hafi ekki heldur tekið störf frá Íslendingum þar sem atvinnuleysi hefur lækkað úr 1,5% niður í 1,35 síðustu 12 mánuði ársins, þrátt fyrir fjölgun erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

 

Tveir framboðsfundir voru í fjölmiðlum í dag. Á fundi Rásar tvö í Norðausturkjördæmi sagðist Sigurjón Þórðarson efsti maður Frjálslyndra styðja álversbyggingu á Húsavík. Þegar hann var spurður að því hvort það kallaði ekki á innflutning á erlendu vinnuafli taldi hann svo ekki vera, Íslendingar gætu unnið þessi verk sjálfir. Hvernig ástand skapast þá í efnahagslífinu? Því svaraði hann ekki. Þeirri spurningu var í raun svarað á morgunverðarfundi SA í morgun.

 Jón Magnúson var staddur á framboðsfundi Stöðvar 2 í Reykjavík suður. Þar spurði Egill hann um hvort innflytjendaumræða Frjálslyndra væri ekki hálf mislukkuð þar sem hún virtist ekki vera að ná til kjósenda. Jón hélt nú ekki. Hún myndi koma fram af fullum skriðþunga nú síðustu vikurnar fyrir kosningar. Guð forði okkur frá því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Það væri óskandi að fleiri áttuðu sig á þessu. Mér finnst Frjálslyndir reyndar ahafa lent í ógöngum með þessaumræðu og þetta hefur eitthvað snúist í höndunum á þeim. En hvar væri "góðærið" ef ekki hefði verið til vinnuafl í landinu?

Guðrún Olga Clausen, 25.4.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Mér finnst athyglivert hvernig hægt er að snúa í sífellu út úr málflutningi Frjálslyndra. Ég sé ekki betur en þeir hafa eitthvað til máls. Núna er umtalað í fjölmiðlum meðferð verktaka á verkamönnum í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar og umfjöllun stöðvar 2 á aðbúnaði og okri á 47 erlendum verkamönnum í Dalshrauni 13 Hafnarfirði. Ég held að þarna sé toppurinn á ísjakanum en toppurinn er einungis einn tíundi hluti jakans.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.4.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband