Fagin í Firðinum

Umfjöllun Íslands í dag um aðbúnað erlendra verkamanna í leiguhúsnæði að Dalshrauni minnir mann einna helst á Oliver Twist. Þarna leigir eigandi starfsmannaleigunnar Intjob og Húsaleigu ehf. þeim starfsmönnum sem hann hefur flutt hingað til lands smá kytrur fyrir stórar upphæðir. Þarna eru að sögn þáttargerðarmanna 14 íbúar á 80 fermetrum og greiða þeir fyrir 25 – 35 þúsund krónur á mánuði. Í húsnæðinu eru tvö löskuð klósett lítill sturtuklefi og ein eldavél.

 

Ekki nóg með að aðstæður séu slæmar í húsnæðinu heldur eru þessir starfsmenn í vistarbandi hjá eiganda húsnæðisins og starfsmannaleigunnar. Hann getur einfaldlega sagt þeim upp og þá verða þeir að hverfa aftur til síns heimalands því þeir geta ekki fengið annað starf hér á landi í fjóra mánuði.

  Ein ógeðfelldasta sögupersóna heimsbókmenntanna, sjálfur Fagin í Oliver Twist, kemur upp í hugann. Þetta er vandamálið í hnotskurn, það eru ekki innflytjendurnir heldur hvernig óprúttnir Íslendingar sem svífast einskis til að maka krókinn á þeim. Þetta er ekkert annað en nútíma þrælahald, mansal.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Blessaður Kristinn!
Ég er ekki  dæma alla atvinnurekendur. Atvinnurekendur á Íslandi eru upp til hópa heiðvirðirt fólk. En svörtu sauðirnir eru innanum eins og þessi umtalaði maður sem rekur þessa starfsmannaleigu og húsnæðisfélag. Veit ekki einu sinni hvort rétt er að kalla hann atvinnurekanda nema mansal sé orðið atvinnurekstur hér á landi.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 24.4.2007 kl. 22:39

2 identicon

Sigurður, þetta er hárrétt hjá þér, þvílíkt okur.  Vissulega er það sambærileg grimmd sem Fagin sýndi sínum "skjólstæðingum".  Og hann er einhver andstyggilegasta sögupersóna sem maður man eftir úr "sögubókum". 

Kristinn, ef þú ert atvinnurekandi, þá ættir þú hreinlega að taka þessi mál upp á þeim vettvangi.  Ef þú ert atvinnurekandi með erlent fólk í vinnu þá ættir þú að gera það augljóst að þú starfar ekki eftir þeirri formúlu sem tekin er fyrir hér og fordæma þá starfshætti.

Það eru engir fordómar hjá Sigurði.  Hann er einungis að ítreka það sem hefur komið fram. 

Hvort einhver leiðrétting upp á að það séu ekki "tvö" ónýt klósett, heldur "fjögur ónýt" klósett á staðnum hefur ekkert að segja.

Unnur (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 02:37

3 Smámynd: Hörður Stefánsson

Ég er hræddur um að það sé víðar pottur brotinn í sambandi við þær aðstæður og kjör sem erlendum verkamönnum er boðið upp á hér á landi. Þetta eru mál sem ber að skoða og ræða á opinberum grundvelli. Ég held einnig að fordómar hjá íslendingum séu ekki gagnvart vinnuveitendum erlendra verkamanna. Mér hefur alltaf þótt fordómarnir aðalega beinast gegn útlendingunum sjálfum :)

Hörður Stefánsson, 25.4.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband