Jón ekkert að marka

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins segir að ekkert sé að marka niðurstöðu íbúakosningarinnar í Hafnarfirði um stækkun álversins. Niðurstaðan sé bara leiðbeinandi en ekki bindandi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að ekkert sé að marka útkomuna í skoðanakönnun Gallups þar sem 60% landsmanna sögðu að tími væri kominn á stóriðjustefnu stjórnavalda. Jón segist ekki einu sinni hafa skilið spurninguna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að ekkert sé að marka skoðanakannanir þar sem Framsókn mælist með bjórfylgi. Næst mun Jón Sigurðsson ekki þingmaður lýsa því yfir að ekkert sé að marka niðurstöðu kosninganna í vor þegar hann verður áfram ekki þingmaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: valdi

Þetta er eins og talað úr mínum munni.Það er ekki skrítið þótt Framsókn mælist með lítið fylgi þegar formaðurinn talar svona

valdi, 7.4.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Megi hann tala sem mest og best fram að kosningum.  Annars beita þeir Jónínu Bjartmarz mikið þessa dagana, sem segir manni að eitthvað sé nú eftir af grænalitnum, þó ekki nema í skötulíki sé, eða á maður að segja svona "ekki á óvart" sauðagæru í undanfara kosninga ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband