Frá þjóðhyggju til samfellu

Orðaleppar og klisjur eru mjög áberandi í pólitískri umræðu. Ekki bara nú í aðdraganda kosninga heldur virðist þessi leiði ávani einkenna marga stjórnmálamenn í umræðum. Þetta er ekki einkenni sem hægt er að leggja vinstri eða hægri stimpil á. Allir flokkar eiga við þetta að glíma. Hins vegar eiga sumir stjórnmálamenn það til að grípa til ákveðinna lausnarorða oftar en aðrir. Einn er þar sér á parti. Það er Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins.

Þegar Jón var nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins notaði hann orð sem enginn hafði í raun heyrt áður til að lýsa flokki sínum. Það var orðið þjóðhyggja, hvað sem það nú þýðir. Þetta orð er nú horfið fyrir annað orð sem hann notar sí og æ þegar talið berst að efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er orðið samfella.

 Í mínum huga kvikna ákveðin hugrenningatengsl þegar samfellu ber á góma. Nú gekk ég víst aðeins of langt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það myndi eflaust skemmta einhverjum ef Jón birtist í samfellu í næstu auglýsingu framsóknar. En ég er sammála þér um orðaleppana og klisjurnar. Verst held ég, að leppurinn "ferli" hafi verið. Ég held, að Guðmundur Bjarnason hafi byrjað að nota þetta hræðlega orð. Um tíma opnuðu stjórnmálamenn ekki munninn öðruvísi en þetta "ferli" færi af stað. Allt var í einhverju "ferli". Mál voru í ferli í kerfinu, o.s.frv. Og svo festist þetta á einum stað í kerfinu og það er "ferliverk" í heilbrigðiskerfinu, sem þýðir væntanlega að þolandinn er á ferli! En ljótt er orðið og Guðmundur skýtur upp kollinum í minningunni.

Auðun Gíslason, 5.5.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband