Heilög Barbara og álverið

kapellanHér fyrr á öldum voru forfeður mínir, ábúendur í Ási þá í Garðasókn en nú í Hafnarfirði, undanþegnir skatti. Í stað þess var ætlast til þess að þeir fylgdu ferðalöngum áleiðis í áttina til Suðurnesja eða Krýsuvíkur, en erfitt var að rata í gegnum Kapelluhraunið úfið og illt yfirferðar. Á leiðinni til Suðurnesja var staldrað við kapelluna og beðið fyrir ferðlöngum við líkneskið af heilagri Barböru, dýrlingi ferðalanga, áður en þeir héldu áfram en Ásfólkið snéri aftur heim.

Nú hefur byggð risið í Áslandinu og einnig í hrauninu fyrir neðan. Við byggð þessari blasir svo álverið. Þar fyrir ofan veg er kapellan ennþá og afsteypa af líkneskjunni af heilagri Barböru.  Nú er komið fram deiliskipulag af stækkun álversins og samkvæmt því virðist eiga að varðveita kapelluna inn í miðri álverslóðinni og verður því heilög Barbara umlukin álveri á báða bóga en almenningur á að geta komist að henni eftir löngum þröngum stíg. 

Þarna er komið heilagt musteri stóriðjunnar verði stækkunin samþykkt í komandi kosningu 31. mars. Ég hef hins vegar fulla trú á því að heilög Barbara muni vísa Hafnfirðingum rétta leið í þeirri kosningu og Sól muni rísa í Straumi og skína áfram á kapelluna og Barböru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Sigurður. Kapellan ykkar Hafnfirðinga í hrauninu er einn merkasti og sérstæðasti sögustaður landsins. Menningarsögulegt verðmæti hans er ómetanlegt hvort sem fólk leggur trúnað á andlegt verðmæti eða ekki. Ykkur væri sómi og andleg heilsubót að því að hlú vandlega að honum. Verði málmbræðslan aukin með álmu samhliða núverandi byggingu klemmast kapellan og líkneski heilagrar Barböru inn á milli eins og þú skrifar. Hægt er að leggja göngustíg og byggja yfir svæðið glerskála með pálmatrjám líkt og á einni hugmyndateikningu fyrirtækisins sem ég hef séð. Fólki með hjartagangráð og ýmsar tegundir rafeindatækja verður líklega meinað að fara inn á svæðið. Kannski væri hægt að losna við þau leiðindi með því að reisa nýju byggingarnar hornrétt á þær gömlu - þ.e. að láta þær mynda stórt L.  Varanlegastur hagnaður yrði af því að færa álbræðsluna úr byggðarlaginu. - Ólafur H.T.

Ólafur H. Torfason (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll,  Sigurður.

Sé að þú hefur ekki kynnt þér málið hvorki varðandi stækkun né fylgst með ekki kynnt þér teikningar né náð þér í upplýsingar þú setur fram hluti sem þú veist ekki um, og dæmir með lokuðum augum og fordæmir.

Heildar útfærsla gerir ráð fyrir göngustíg að kapellunni svæðið verður fegrað langt umfram sem nú er og aðgangur verður betri en er í dag Alcan skuldbindur sig að vermda svæðið í kringum kapellunna.

Kapellann sem var á Þorgeirsstaðatúni er Teitur reysti laust eftir 1300 eða fyrir 1310 var hinsvegar eyðilögð vegna framkvæmda þar.

Ég vill biðja þig að kynna þér málin áður en þú setur þau á prent.

Með kveðju, Svig Gaflari í fjórða ættlið.

Rauða Ljónið, 26.1.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband