Gefið Jóni Baldvini hvíld

Er ég einn um það að vera búinn að fá nóg af sama viðtalinu við Jón Baldvin Hannibalsson? Hann kom inn sem ferskur gustur í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum og síðan fylgdu viðtöl og greinar eftir hann þar sem hann klifaði á sömu hugmyndunum og hann hafði kynnt í Silfrinu. Og í dag birtist hann svo í drottningarviðtali í Blaðinu hjá vinkonu sinni og ævisagnaritara Kolbrúnu Berþórsdóttur. Þar var ekkert nýtt að finna.

 

Boðskapur Jóns er góður fyrir sinn hatt og um margt mun framsæknari en það sem margir frambjóðendur eru að flagga nú í aðdraganda kosninga. Hann er bara búinn að segja þetta allt áður og því legg ég til að Jóni Baldvini verði gefin hvíld fram yfir kosningar. Það hlýtur að vera hægt að kreista eitthvað út úr þeim sem í framboði eru. Við viljum vita hvað þeir eru að hugsa. En þá þurfa blaðamenn líka að undirbúa sig betur en venjan er hjá stéttinni.

 Legg svo til að blaðamenn og bloggarar lesi reglur Jónasar Kristjánssonar um stíl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og hvað eru sértæk sagnorð og sértækt frumlag..? Hef ekki græna..  og afhverju draga úr lýsingarorðum..? þau eru svo fanta frábær.. og er ekki íslenskan orðið töluð í þolmynd meira og minna..? Sumir íslenskufræðingar myndu segja það þróun á málinu svona eins og gerist... og hvað eru margar þolmyndir í þessu öllu saman hjá mér.. ?

Björg F (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér. Jón hefur nú mjög gaman að því að vera í sviðsljósinu. Það er nú samt alveg óþarfi að lesa þetta sama oft. Það er greinilega ekki mikið fréttnæmt hjá blaðamönnunum, ef hann er aðal númerið svona nokkrum vikum fyrir kosningar og hann ekki í framboði.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei hvað er þetta Jón er eins og ferskur vindur...hvað eru Geir og Jón Sigurðsson að segja NÝTT????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála.!!!     Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála.!!!     Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hvaða andskotans rugl er hér í gangi, eru endurtekningar á hugmyndum Jóns Baldvins eitthvað verra fóður eða innlegg í umræðurnar núna en....."stop, stopp, handbremsustopp" og annað álíka gáfulegt sem við fáum að hlusta á dag út og dag inn frá hinum ýmsu "undirmálsfiskum"???.....Má ég þá heldur biðja um eitthvað sem hægt er að tala vitrænt útfrá en sumt af þessu endemis kjaftæði sem er hellt yfir mig dag hvern frá einhverjum lúðum sem hafa sagt allt sem þeir hafa að segja fyrir löngu, jafnvel þó þeir séu að byrja í pólitík......Nei má ég þá heldur biðja um meira af JBH, þó hann sé ekki í framboði og kannski einmitt þess vegna.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband