Fórnarlömb staðfestu okkar

Ég er ósáttur. Samfylkingin sest í ríkisstjórn án þess að standa við þá kröfu að Ísland verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða. Vil bara að það sé skjalfest hér að ég er drullufúll yfir því. Í dag létust 40 og sjö Evrópubúum var rænt. Fórnarlömb staðfestu okkar eru komin yfir 70 þúsund. Sú mæta kona Ingibjörg Sólrún er utanríkisráðherra í stjórn sem heldur áfram að vera á dauðalistanum. Það er ekki henni að kenna að við vorum sett á listann, ábyrgðina af því bera Davíð og Halldór, en Solla hefði getað gert það að úrslitaatriði að við yrðum tekin af listanum, eins og hún sagði að yrði fyrsta verk Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.

Daglega eru fórnarlömbin talin í tugum. Af hverju gerðu menn ekki hreint fyrir sínum dyrum? Það er ekki nóg að harma stríðsreksturinn í Írak og vilja leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi, eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Við berum fulla ábyrgð á stríðsrekstrinum með því að vera enn á lista hinna staðföstu þjóða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sennilega bara Hafnfirðingar í marga ættliði sem hugsa svona!

María Kristjánsdóttir, 29.5.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sorglegt að Samfó skuli klikka á þessu grundvallaratriði strax í upphafi. Enn ein ástæðan til að kjósa aldrei þennan krataflokk sem er tilbúinn til að svíkja allt sem lofað var deginum áður. Og þetta er því miður sennilega bara byrjunin. En ekki "horfa um öxl" heldur bara æða áfram í átt til meiri valda. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.5.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Ég veit bara María að við sem erum alin upp í hrauninu viljum að orð standi. Hvað orð þín Hlynur varðar þá vitum við öll að Steingrímur beið á brúsapallinum og bíður þar enn. Ég styð Samfylkinguna áfram til góðra verka en gagnrýni hana fyrir það sem ég er ekki sáttur við.

Sigurður Á. Friðþjófsson, 29.5.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"Við berum fulla ábyrgð á stríðsrekstrinum með því að vera enn á lista hinna staðföstu þjóða"

Gjörsamlega ósammála þessu en dáist að staðfestu þinni við þetta mál Sigurður.  Mín vegna mætti alveg taka okkur af þessum lista, þó svo ég telji okkur ekki bera neina ábyrgð á þessum hörmungum sem nú dynja yfir daglega í Írak.  En nóg um það.

Hvað orð Hlyns varðar þá koma þau úr hörðustu átt.  "Krataflokkur sem er tilbúinn að svíkja allt sem hægt er að svíkja"  Segir maður sem er flokksbundinn ótrúverðugasta stjórnmála flokki landsins.  Flokki sem rakkaði Framsóknarmenn svo miskunnarlaust niður í kosningarbaráttunni og buðu þeim svo í sleik eftir kosningar í þeirri von að komast í stjórn.  Það var gubbufnykur af því öllu saman.  "Æða í átt til valda......." VG hefði eflaust fórnað mörgu ef Sjálfstæðismenn eða einhverjir aðrir hefðu boðið þeim uppí dans.  Þökkum fyrir að enginn flokkur gerði slíkt.  VG eru stjórnarandstöðu flokkur enda yfirleitt á móti flestu.  

Örvar Þór Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Má ég minna á að íslenska þjóðin hefur í tvígang kosið þá flokka til meirihluta Alþingis sem settu Ísland á þennan margumtalaða lista. Fyrst tveimur mánuðum eftir að stríðið hófst og nú aftur fjórum árum síðar. Vilji þjóðarinnar er þannig ótvíræður, jafnvel þó einhverjir kjósenda þessa flokka hafi ekki stutt þetta telja þeir málið ekki nógu stórt til að kjósa þá ekki.

Finnur Hrafn Jónsson, 30.5.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband